Meiri skattheimta sögð auka samdrátt

Fulltrúar meirihlutans kynna fjárhagsáætlunina í Ráðhúsinu í gær.
Fulltrúar meirihlutans kynna fjárhagsáætlunina í Ráðhúsinu í gær. mbl.is/Eggert

Hanna Birna Kristjánsdóttir, leiðtogi borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, gagnrýnir meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir að hækka útsvar og aðrar álögur.

Aukin skattheimta breyti neyslumunstri fólks, það sé margsannað. „Sú fjárhæð, sem áætlað er að ná með því að fara þá leið, næst því aldrei,“ segir Hanna Birna í fréttaskýringu um fjárhagsáætlun borgarinnar í Morgunblaðinu í dag.

Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, óttast einnig að hærri skattar og álögur muni ýta undir samdrátt. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, var spurður hvort hann óttaðist ekki að auknar álögur myndu ýta undir samdrátt.

„Auðvitað höfum við áhyggjur af því hvernig fjölskyldur standa og þess vegna höfum við vandað mjög til samsetningar á þessum aðgerðum,“ sagði Dagur.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert