Stúdentar í Háskóla Íslands halda með ýmsum hætti upp á fullveldisdaginn í dag, 1. desember, að venju. Var meðal annars lagður krans á leiði Jóns Sigurðssonar í Hólavallakirkjugarði í morgun og nú stendur yfir hátíðardagskrá á Háskólatorgi þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er gestur.
Klukkan 13 stjórna nemendur í blaða og fréttamennsku beinni útvarpsútsendingu á vefnum student.is þar sem rætt verður um 1. desember, háskólann, sögu hans aldarafmæli skólans á næsta ári og margt fleira.
Stúdentahátíðarhöld fyrsta dag desembermánaðar hefur verið einn af hornsteinunum í skólaári Háskóla Ísland frá 1922.