Stuðningur eykst við ríkisstjórnina

Ríkisstjórn Íslands á ríkisráðsfundi á Bessastöðum.
Ríkisstjórn Íslands á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. mbl.is/Ómar

Ríkisstjórnin nýtur nú stuðnings 36% svarenda í Þjóðarpúlsi Gallup, og er það sex prósentna aukning frá síðustu mælingu. Þjóðarpúlsinn er birtur á vef Ríkisútvarpsins.

Fylgi Samfylkingarinnar eykst úr 18% í tæplega 22% frá síðustu könnun, sem gerð var fyrir mánuði.  Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar úr 36% í  34%.

 Litlar breytingar eru á fylgi annarra flokka milli mánaða, Vinstrihreyfingin - grænt framboð fengi tæplega 18% fylgi ef kosið væri í dag, Framsóknarflokkurinn 13%, Hreyfingin fengi tæplega 8% fylgi og  rúmlega 6% myndu kjósa aðra flokka. Næstum 12% svarenda taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og liðlega 18% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosningar færu fram í dag.

Þjóðarpúls Gallup

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert