Fulltrúar Sjáfstæðisflokksins í heilbrigðisnefnd Alþingis, Guðlaugur Þór Þórðarson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, hafa farið fram á fund í nefndinni hið fyrsta vegna tveggja mála.
1. Hvernig hyggst ríkisstjórnin brúa þriggja milljarða vöntun á framlagi til sjúkratrygginga. Á síðasta ári var gert ráð fyrir sambærilegri lækkun á ríkisframlagi til málaflokksins. Ríkisendurskoðun benti á að ráðherra gerði engar ráðstafanir til að mæta þessari lækkun og niðurstaðan varð halli á þessum lið í fjárlögum. Engar fyrirætlanir um framkvæmd sparnaðarins hafa verið kynntar þinginu.
2. Nýjar tillögur ríkisstjórnar um fjárframlög til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni.