Yfir 60% óánægð með störf forsætisráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Vinsældir sex ráðherra ríkisstjórnarinnar hafa minnkað frá því í mars sl. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Meðal þeirra ráðherra sem missa vinsældir er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Tæplega 21% aðspurðra sögðust ánægð með störf hennar en 63% óánægð.

Greint frá frá niðurstöðum þjóðarpúlsins í kvöldfréttum Sjónvarpsins. Þar kom fram að Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, er vinsælust ráðherranna en Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, óvinsælastur. Rúmlega 30% aðspurðra sögðust ánægð með störf Katrínar en 38% óánægð. Hins vegar sögðust aðeins 12% ánægð með störf Árna Páls og 65% óánægð.

Stuðningsmönnum Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, fækkar einnig, en 31% eru ánægð með störf hans en 55% óánægð. Í sambærilegri könnun í mars kváðust 41% ánægð með störf hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka