Mikil óvissa í Stjórnarráðinu

Fundir um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna standa fram eftir degi …
Fundir um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna standa fram eftir degi í stjórnarráðinu.

Enn er uppi mik­il óvissa um hvort niðurstaða næst í dag í viðræðum líf­eyr­is­sjóða og rík­is­stjórn­ar­inn­ar um aðgerðir í skulda­mál­um heim­ila. For­svars­menn sjóðanna eru nú á fundi með fjór­um ráðherr­um sem hófst kl 15.

Á fjöl­menn­um fundi stjórn­enda líf­eyr­is­sjóða í gær komu fram ákveðnar ósk­ir sem for­svars­menn sjóðanna lögðu fyr­ir ráðherr­ana á fund­in­um í dag. Enn hafa ekki feng­ist skýr svör rík­is­stjórn­ar­inn­ar við þess­um ósk­um sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is

Fyr­ir fund líf­eyr­is­sjóðanna með ráðherr­un­um fóru banka­stjór­ar viðskipta­bank­anna yfir stöðuna á fundi með ráðherr­un­um eft­ir há­degi.

Ráðherr­arn­ir sem sitja fund­inn með full­trú­um líf­eyr­is­sjóðanna eru Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra, Árni Páll Árna­son, efna­hags- og viðskiptaráðherra, og Ögmund­ur Jón­ars­son dóms­mála- og sam­gönguráðherra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert