Samið um smíði fyrir norska og sænska herinn

Arctic Trucks í Noregi annast smíði á Land Cruiser og …
Arctic Trucks í Noregi annast smíði á Land Cruiser og Hilux fyrir norska og sænska herinn

Arctic Trucks í Noregi skrifaði í dag undir samning við norska og sænska herinn um smíði á fjórhjóladrifsbílum. Samningurinn er til fjögurra ára með möguleika á framlengingu til allt að tíu ára.

Samningurinn er gerður í kjölfar alþjóðlegs útboðs sem þjóðirnar stóðu sameiginlega að. Þá hafa finnski og danski herinn möguleika á að kaupa bíla samkvæmt þessum samningi.

Arctic Trucks annast meðal annars þjálfun ökumanna, viðhalds- og varahlutaþjónustu, auk framleiðslu bílanna. Um er að ræða  Land Cruiser 200 og  Hilux, segir í tilkynningu.

Í fyrstu mun fyrirtækið afgreiða 53 brynvarin ökutæki, en samningurinn hljóðar upp á um 130 milljónir norskra króna, eða rúma tvo milljarða íslenskra króna. Fyrstu bílarnir verða afhentir haustið 2011.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert