„Ef jafnvægi í heiminum byggist á blekkingum og lygum gæti þurft að hrista upp í því,“ sagði Kristinn Hrafnsson blaðamaður og einn talsmanna WikiLeaks, í samtali við Reuters-fréttastofuna í gær.
Fregnir bárust þá af því að bandaríska vefverslunin Amazon hefði hætt að nota netþjóna sína til að hýsa vef WikiLeaks, að því er fram kemur í umfjöllun um skjalabirtingu WikiLeaks í Morgunblaðinu í dag.
Kristinn segir „heim án leyndarmála betri heim“ en hann lýsti einnig yfir þeirri skoðun sinni að leki WikiLeaks væri ekki ólöglegur.