Tómas sestur á Tjarnarbakkann

Jón Gnarr afhjúpar minnismerkið á Tjarnarbakkanum. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, fylgist …
Jón Gnarr afhjúpar minnismerkið á Tjarnarbakkanum. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi, fylgist með. mbl.is/Kristinn

Jón Gnarr, borgarstjóri, afhjúpaði í dag styttu af Tómasi Guðmundssyni skáldi við Tjörnina í Reykjavík. Styttan, sem er eftir Höllu Gunnarsdóttur, situr á bekk við suðurenda Tjarnarinnar, skammt frá styttunni Úr álögum, eftir Einar Jónsson. 

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti árið 2008 tillögu Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa, um að gerð yrði myndastytta af Tómasi Guðmundssyni og henni komið fyrir á áberandi stað í borginni.

Styttan sýnir Tómas með hárgreiðslu og í fötum sem minna á fjórða áratug síðustu aldar þegar ljóðabókin Fagra veröld kom út. Tómas hefur tyllt sér á bekk við suðurenda Tjarnarinnar og geta vegfarendur sest hjá honum og horft yfir vatnið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert