Á að geta nýst mörgum

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Ernir Eyjólfsson

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, sagðist telja að aðgerðir vegna skulda- og greiðslu­vanda heim­il­anna ættu að geta nýst mörg­um. Eins væri mik­il­vægt að með þeim væri stefnt að því að hraða málsmeðferð.

Gylfi sagði að ASÍ hefði lengi talað fyr­ir því að ein­falda málsmeðferð hjá þeim sem fara í greiðsluaðlög­un þannig að fólk fái fyrr úr­lausn mála.

„Við fögn­um því að fallið er frá áformuðum skerðing­um á vaxta­bót­um, en ASÍ gerði strax í ág­ust at­huga­semd við þau. Síðan er gert ráð fyr­ir að taka upp sér­tæk­ar bæt­ur sem gagn­ast mörg­um, sér­stak­lega þeim eru mjög skuld­sett­ir. Ég tel því að þarna sé kom­in um­gjörð sem eigi að geta hraðað frá­gangi mála en jafn­framt beint fjár­mun­um til þeirra sem eru í veru­leg­um greiðslu­vand­ræðum.“

Gylfi sagðist von­ast eft­ir að þetta gæti greitt fyr­ir kjara­samn­ing­um. Það hefði legið fyr­ir að á meðan þess­ir hlut­ir voru óleyst­ir myndi það hafa áhrif á af­stöðu fé­lags­manna í ASÍ. „Okk­ar fé­lag­ar eru í vanda og ef tekst ekki að fá úr­lausn með ein­hverri svona aðkomu þá þarf að halla sér að ein­hverju öðru. Ég held því að þetta hjálpi til.“

Gylfi sagði að ASÍ hefði alltaf lagt áherslu á að af­skrifa ætti lán til ein­stak­linga sem séu með lán langt yfir verðmæti eigna. Þetta væri hvort eð er tapað fé. Hann sagði að all­flest­ir væru að glíma við skuld­ir sem fjallað væri um í fyrsta lið aðgerðanna. Það væri í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um að fólk væri að glíma við skulda­byrgði sem næmi tug­um millj­óna yfir verðmæti fast­eigna.  Í slík­um til­vik­um þyrfti að koma til sérstæk­ar aðgerðir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert