Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor lét þau orð falla í Kastljósi síðastliðið þriðjudagskvöld að Alþingi kunni að vera vanhæft þegar kemur að afgreiðslu tillagna stjórnlagaþings. Sigurður Líndal lagaprófessor segir þetta varla standast. Að hans sögn verður Alþingi að taka afstöðu til tillagna þingsins með einhverjum hætti. Hann segir aðeins þrjár leiðir vera í boði fyrir þingmenn: Að samþykkja, hafna eða að sitja hjá.