Ætla að hækka útsvar

Seltjarnarnes.
Seltjarnarnes. www.mats.is

Seltjarn­ar­nes og Mos­fells­bær ætla að hækka út­svar á næsta ári, líkt og Reykja­vík­ur­borg hef­ur ákveðið að gera. Eft­ir þess­ar breyt­ing­ar verður Garðabær með lægstu út­svars­pró­sentu á höfuðborg­ar­svæðinu eða 12,46%.

Ásgerður Hall­dórs­dótt­ir, bæj­ar­stjóri á Seltjarn­ar­nesi, seg­ir að út­svar­s­tekj­ur bæj­ar­ins hafi dreg­ist veru­lega sam­an vegna sam­drátt­ar í tekj­um fólks og vegna þess að há­greiðend­ur hafi flutt á brott úr sveit­ar­fé­lag­inu.

Um 80% af öll­um sveit­ar­fé­lög­um eru með út­svars­pró­sentu í há­marki, eða 13,28%. Fjög­ur sveit­ar­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu hafa svig­rúm til að hækka út­svar, Reykja­vík, Seltjarn­ar­nes, Garðabær og Mos­fells­bær. Öll nema Garðabær ætla að hækka út­svar. Þá hef­ur Sand­gerðis­bær ákveðið að hækka út­svarið.

Seltjarn­ar­nes hef­ur verið í hópi sveit­ar­fé­laga sem eru með lægst út­svar, en nú hækk­ar út­svarið úr 12,1% í 12,98%. Meiri- og minni­hluti samþykktu sam­hljóða að vísa fjár­hags­áætl­un­inni til annarr­ar umræðu en einn bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins lýsti sig and­víg­an út­svars­hækk­un.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert