Afnema víxlverkun bóta og tekna

Guðbjartur Hannesson félagsmálaráðherra.
Guðbjartur Hannesson félagsmálaráðherra. Ómar Óskarsson

Stjórnvöld og lífeyrissjóðir hafa undirritað viljayfirlýsingu um að koma í veg fyrir víxlverkanir örorkubóta og lífeyrissjóðstekna öryrkja. Yfirlýsingin felur í sér að víxlverkanir milli örorkubóta almannatrygginga og lífeyrissjóðstekna verða aftengdar í þrjú ár.

Áhrif atvinnutekna öryrkja á bætur og greiðslur úr lífeyrissjóðum verða hins vegar óbreytt.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félags- og tryggingamálaráðuneytinu.

Frítekjumark ellilífeyrisþega er nú 10 þúsund krónur á mánuði, en verður hækkað í þremur áföngum, þeim fyrsta árið 2013 og þeim síðasta í ársbyrjun 2015. Að hækkun lokinni verður frítekjumarkið orðið hið sama og hjá öryrkjum, eða 27.400 krónur á mánuði. Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna hækkunar frítekjumarksins er áætlaður tæpir 1,9 milljarðar, sem dreifast á árin 2013-2015

Úrbætur fyrir örorku- og ellilífeyrisþega

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert