Afnema víxlverkun bóta og tekna

Guðbjartur Hannesson félagsmálaráðherra.
Guðbjartur Hannesson félagsmálaráðherra. Ómar Óskarsson

Stjórn­völd og líf­eyr­is­sjóðir hafa und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu um að koma í veg fyr­ir víxl­verk­an­ir ör­orku­bóta og líf­eyr­is­sjóðstekna ör­yrkja. Yf­ir­lýs­ing­in fel­ur í sér að víxl­verk­an­ir milli ör­orku­bóta al­manna­trygg­inga og líf­eyr­is­sjóðstekna verða af­tengd­ar í þrjú ár.

Áhrif at­vinnu­tekna ör­yrkja á bæt­ur og greiðslur úr líf­eyr­is­sjóðum verða hins veg­ar óbreytt.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá Fé­lags- og trygg­inga­málaráðuneyt­inu.

Frí­tekju­mark elli­líf­eyr­isþega er nú 10 þúsund krón­ur á mánuði, en verður hækkað í þrem­ur áföng­um, þeim fyrsta árið 2013 og þeim síðasta í árs­byrj­un 2015. Að hækk­un lok­inni verður frí­tekju­markið orðið hið sama og hjá ör­yrkj­um, eða 27.400 krón­ur á mánuði. Heild­ar­kostnaður rík­is­sjóðs vegna hækk­un­ar frí­tekju­marks­ins er áætlaður tæp­ir 1,9 millj­arðar, sem dreifast á árin 2013-2015

Úrbæt­ur fyr­ir ör­orku- og elli­líf­eyr­isþega

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert