Fá íbúðir á silfurfati

Margrét telur að fjármálafyrirtæki fái eignir á silfurfati.
Margrét telur að fjármálafyrirtæki fái eignir á silfurfati. mbl.is

„Efnahagshrun einkennist af stórfelldum eignatilfæringum og það er að okkar mati hlutverk ríkisins að sjá til þess að byrðnum sé deilt jafnt,“ segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, í harðri gagnrýni á aðgerðir til handa skuldurum. Fjármálafyrirtæki fái íbúðir á silfurfati.

„Ríkisstjórnin hefur algjörlega brugðist í þessu hér á landi þar sem millistéttin á að bera byrðarnar og þeir sem hafa haft minna á milli handanna munu missa allt. Verið er að færa fjármálafyrirtækjum íbúðir almennings á silfurfati. Annars staðar er verðbólga látin éta upp skuldakreppur og koma fasteignalánum almennings í ásættanlegan farveg en verðtryggingin kemur í veg fyrir það.“

Bankarnir taka á sig tap frá 2008

Margrét setur spurningarmerki við yfirlýsingar bankanna um 22 milljarða afskriftir til handa skuldsettum heimilum. 

„Það sem bankarnir taka á sig er í raun tapið sem varð 2008. Þessar fjárhæðir og meira til voru afskrifaðar þegar skuldirnar voru færðar á milli gömlu og nýju bankanna.

Íslenska þjóðin hefur verið ótrúlega þolinmóð. Stjórnvöld hafa verið mjög snjöll í því að sannfæra almenning um að eitthvað sé alveg á næsta leyti, eitthvað sem feli í sér réttlæti gagnvart almenningi.“

Bókhaldsbrellur ríkisstjórnarinnar

- Ertu að segja að þetta sé leiksýning?

„Já, kostnaðurinn fyrir ríkið er aðeins um 6 milljarðar á ári en afgangurinn virðist vera bókhaldsbrellur.“

Margrét Tryggvadóttir alþingismaður.
Margrét Tryggvadóttir alþingismaður. frikki
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka