Fær ekki að halda hænur

Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur staðfesti í gær þá niður­stöðu um­hverf­is- og sam­gönguráðs borg­ar­inn­ar að synja ósk frá íbúa við Hjalla­veg í Reykja­vík um að halda fjór­ar svo­nefnd­ar land­náms­hæn­ur. 

Borg­ar­ráð bend­ir samt á, að hæn­ur séu leyfðar inn­an borg­ar­mark­anna, svo sem á Kjal­ar­nesi og efst í Selja­hverfi. Þá beindi borg­ar­ráð því til nýrr­ar heil­brigðis­nefnd­ar að kanna hvort ástæða sé til að taka samþykkt­ir um búfjár­hald og gælu­dýra­hald til end­ur­skoðunar eða leyfa aukið dýra­hald á völd­um svæðum í borg­inni með breyt­ing­um á skipu­lagi.

Um­hverf­is- og sam­gönguráð synjaði ósk hænu­eig­and­ans í byrj­un nóv­em­ber en lét þá bóka, að hún fagnaði því að íbú­ar borg­ar­inn­ar vilji stuðla að sjálf­bær­um lífs­hátt­um og fjöl­breyttu dýra­lífi í borg­inni. Slíkt verði hins­veg­ar að ger­ast í sátt og sam­lyndi við aðra borg­ar­búa og sam­kvæmt þeim regl­um sem gilda um bú­fénað inn­an borg­ar­mark­anna.

„Ráðið get­ur ekki veitt umbeðið leyfi þar sem skipu­lags- og bygg­inga­svið hef­ur gefið nei­kvæða um­sögn og ekki virðist sátt hjá ná­grönn­um um hina fiðruðu íbúa,“ seg­ir í af­greiðslu ráðsins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert