Gistinóttum fækkar á höfuðborgarsvæði

Hótel Saga.
Hótel Saga.

Gistinætur á hótelum í október síðastliðnum voru 101.900 en voru 106.400 í sama mánuði árið 2009. Fækkun gistinátta í október nær eingöngu til höfuðborgarsvæðisins, en í öllum öðrum landshlutum var aukning á gistinóttum milli ára, að sögn Hagstofunnar.

Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði gistinóttum um 10% milli ára, úr 106.400 í 101.900. Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Norðurlandi, úr 3800 í 5100 eða um 35% milli ára. Á Suðurnesjum voru 5200 gistinætur í október sem 28% fjölgun frá fyrra ári. Á Austurlandi voru 2400 gistinætur, fjölgaði um 16% og á Vestfjörðum og Vesturlandi voru 2600 gistinætur í október sem er aukning um 15% frá fyrra ári. Á Suðurlandi voru 13.100 gistinætur í október sem er 3% aukning samanborið við október 2009.

Hagstofan segir, að fækkun gistinátta á hótelum í október nái eingöngu til erlendra gesta. Gistinóttum þeirra fækkaði um 9% samanborið við október 2009 en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 11%.

Fyrstu tíu mánuði ársins fækkaði gistinóttum um 3%. Þeim fjölgaði á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum um 3% en fækkaði í öðrum landshlutum, Austurlandi um 6%, Norðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu um 4% og um 2% á Suðurlandi.

Fyrstu tíu mánuði ársins hefur gistinóttum Íslendinga fækkað um 4% og gistinóttum erlendra gesta um 3% miðað við sama tímabil árið 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert