Gunnari verði vikið frá

Gunnar Þorsteinsson.
Gunnar Þorsteinsson.

Konur, sem saka Gunnar Þorsteinsson, forsstöðumanns trúfélagsins Krossins, um kynferðislega áreitni, hafa sent dómsmála- og mannréttindaráðherra skriflega ósk um að hann hlutist til um rannsókn á Krossinum og að Gunnar verði sviptur réttindum sem forstöðumaður.

Ása Knútsdóttir, sem hefur komið fram fyrir hönd kvennanna, staðfesti þetta við vefmiðilinn pressuna í dag. 

Alls hafa sjö konur borið Gunnar sökum en hann segir að þær séu tilhæfulausar. Gunnar segist hafa vikið tímabundið sem forstöðumaður Krossins á meðan málið sé skoðað.  

Pressan.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert