Hafna aðferðafræði stjórnvalda

Hagsmunasamtök heimilanna segja stjórnvöld vanmeta stöðuna.
Hagsmunasamtök heimilanna segja stjórnvöld vanmeta stöðuna. heimilin.is

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna fordæmir þá stefnu stjórnvalda að ætla ekki að grípa til frekari aðgerða vegna skuldavanda heimilanna. Þá ítrekar stjórnin að samtökin séu ekki aðili að viljayfirlýsingunni sem stjórnvöld kynntu fyrr í dag. Þau hafni „kynntri aðferðafræði við úrlausn skuldavandans.“

Í tilkynningunni segir: „Sú aðferðafræði sem stjórnvöld leggja upp með er ekki ný af nálinni og gengur út á að aðlaga stökkbreyttar skuldir að veðrými og greiðslugetu á grundvelli einstakra mála í stað þess að fást við rót vandans. Í aðgerðunum felst eingöngu viðurkenning á óinnheimtanlegum kröfum.

Þá fordæma samtökin þá stefnu stjórnvalda að ætla sér ekki að grípa til frekari aðgerða.  Slíkar yfirlýsingar bera í besta falli vott um alvarlegt vanmat á stöðunni og því viðfangsefni sem um ræðir.  Í versta falli hefur ríkisstjórnin gefist upp.  Sé svo verður hún að víkja.“

Yfirlýsing Hagsmunasamtakanna í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert