„ Við erum ekki komin að neinni endastöð þrátt fyrir að við séum komin að ákveðinni vörðu,“ segir Friðrik Ó. Friðriksson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, um aðgerðirnar vegna skuldavanda heimilanna. Samtökin eiga eftir að fara í saumana á áhrifum aðgerðanna.
„Það er mikilvægt að menn eru búnir að átta sig á stærð vandans og viðurkenna hann. Við eigum eftir að skoða í hverju úrræðin felast og hvernig þau munu virka en við ítrekum að hver sem virknin verður, þá erum við í besta falli komin að vörðu á langri vegferð stórra verkefna, sem við þurfum að breyta í okkar kerfi,“ segir hann.
Boðað hefur verið til stjórnarfundar Hagsmunasamtaka heimilanna síðdegis í dag.