Kostur telur sig ekki njóta sannmælis í verðkönnunum

kostur
kostur mbl.is/hag

Ákvörðunin um að taka ekki þátt í verðkönnun ASÍ er tekin í mótmælaskyni en forsvarsmenn Kosts telja verslunina ekki hafa notið sannmælis hingað til í könnunum ASÍ. Kannanirnar sendi neytendum villandi skilaboð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Kosti en verslunin tók ekki þátt í verðkönnun á bökunarvöru fyrr í vikunni.

„Sérstaklega eru forvarsmenn Kosts ósáttir við framsetningu niðurstaðna í fréttatilkynningum sem ASÍ sendir frá sér. Þar hefur jafnan hallað á Kost langt umfram það sem niðurstöður verðkannananna hafa gefið tilefni til.

Sem dæmi má nefna að í fréttatilkynningu sem fjölmiðlum barst eftir síðustu könnun ASÍ var mikið gert úr því að Kostur hefði verið oftast með hæsta verðið en ekki minnst einu orði á þá staðreynd að samanlagt verð var lægra í Kosti en í Krónunni. Nokkuð sem telja hefði mátt að væru fréttir sem ættu skýrt erindi við neytendur," segir í tilkynningu frá Kosti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert