Markvissar leiðir

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.

Ögmund­ur Jónas­son, dóms­málaráðherra, seg­ir mik­il­vægt, að stjórn­völd og fjár­mála­markaður hafi sam­ein­ast um að finna mark­viss­ar leiðir til að forða eins mörg­um og kost­ur væri frá því að missa heim­ili sín. 

Ögmund­ur sagði, að mis­mun­andi sjón­ar­mið hefðu verið uppi um hvað væri heppi­legt að gera til að bregðast við skulda­vand­an­um. Ann­ars veg­ar hefði verið talað fyr­ir al­menn­um aðgerðum og hins veg­ar fyr­ir sér­tæk­um ráðstöf­un­um. Með þessu væri farið bil beggja.

„Ég lít svo á, að vaxt­aniður­færsl­an sé al­menn aðgerð, sem bygg­ir á  því, að fjár­mun­ir verði færðir frá fjár­magns­kerf­inu til lán­tak­enda en ég tel að það hafi verið of­tekið frá þeim frá hrun­inu," sagði Ögmund­ur.

„Á hinn bóg­inn eru sér­tæk­ar aðgerðir sem taka sér­stak­lega á vanda þeirra sem eru yf­ir­veðsett­ir, m.a. vegna þess að fall hef­ur orðið á fast­eigna­markaði. Þetta er því blanda aðgerða sem menn hafa sam­ein­ast um.

Svo er spurt: er þetta loka­punkt­ur­inn? Í líf­inu eru eng­ir loka­punk­ar. Við erum að vinna að því að ná niður fjár­magns­kostnaði. Ég held að það sé  mjög mik­il­vægt, að þeir sem eru í viðskipt­um við banka og lána­kerfið  líti  svo á að búið sé að setja strik und­ir þessa vinnu og menn eiga að greiða úr sín­um mál­um á grund­velli þeirra reglna sem nú liggja fyr­ir."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert