Öll olíufélögin búin að hækka

Bensínstöðvar í Kópavogi
Bensínstöðvar í Kópavogi mbl.is/Ómar Óskarsson

Öll olíufélögin hafa hækkað eldsneytisverð í dag og er þetta í annað skiptið á innan við viku sem eldsneyti hækkar í verði. Nemur hækkunin í dag þremur til fjórum krónum. Samkvæmt upplýsingum frá olíufélögunum skýrist hækkunin í dag af mikilli hækkun á innkaupaverði eldsneytis undanfarnar vikur.

Lítrinn af bensíni og dísil er ódýrastur hjá Orkunni og kostar hann 203,50 krónur. Atlantsolía selur lítrann á 203,60 en hjá ÓB kostar eldsneytið 204,40 krónur á lítrann. 

Hjá N1 og Olís kostar lítrinn 204,60 krónur en dýrastur er dropinn hjá Skeljungi, 205,60 krónur lítrinn. Alls staðar er sama verð á bensíni og á dísil. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert