Rætt um verulegar afskriftir

Arnar Sigurmundsson, formaður Landssambands lífeyrissjóða, ræðir við fréttamenn að loknum …
Arnar Sigurmundsson, formaður Landssambands lífeyrissjóða, ræðir við fréttamenn að loknum enn einum fundi í stjórnarráðshúsinu í gær.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu tillögurnar um aðgerðir til handa skuldsettum heimilum sem ríkisstjórnin stefnir að því að kynna í dag fela í sér tugmilljarða króna afskriftir bankanna, lífeyrissjóðanna og Íbúðalánasjóðs.

Þannig megi horfa til þeirrar niðurstöðu reiknimeistara ríkisstjórnarinnar að sértæk skuldaaðlögun kosti á bilinu 18-26 milljarða og lækkun skulda niður að 110% verðmætis eigna um 89 milljarða og því samanlagt á bilinu 107-115 milljarða, auk kostnaðar vegna annarra úrræða sem hlaupi á milljörðum.

Orðnar afskriftir dregnar frá

Þessu til frádráttar koma um 22 milljarða króna afskriftir bankanna á húsnæðislánum. Ekki er ljóst hversu mikið lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður hafa þegar afskrifað.

Að sögn Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka, er í undirbúningi að rýmka skilyrði sértækrar skuldaaðlögunar þannig að fleiri geti nýtt sér það úrræði. Hann segir einnig ljóst að einhverjum verði ekki bjargað og að velferðarkerfið muni þurfa að koma þeim til hjálpar.

Þátttaka lífeyrissjóðanna er talin hafa lítil áhrif á stöðu þeirra.

Fram kemur í skýrslu reiknimeistara ríkisins að sértæk skuldaaðlögun kosti 18-26 milljarða og að úrræði nýtist um 2.600 skuldurum. Lækkun skulda að 110% verðmætis eigna er talin kosta 89 milljarða og gagnast um 15.200 skuldurum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert