Rúmlega 260 fá óvænta hraðasekt

Lögreglumenn við hraðamælingar.
Lögreglumenn við hraðamælingar. mbl.is/Júlíus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók myndir af hraðakstri 260 ökumanna á aðeins tveimur klukkustundum í gær.

Á Hringbraut var fylgst með 749 bílum sem ekið var í vesturátt, að Sæmundargötu. Meira en 25% ökumanna ók of hratt og var meðalhraði þeirra 64 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði.

Ástandið var verra í Sigtúni því þar var hátt í helmingi þeirra 118 bifreiða sem þar fóru um ekið of hratt. Meðalhraði var 44 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert