Marinó G. Njálsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimila, fjallar í bloggfærslu um kostnað við aðgerðirnar vegna skuldavanda heimilanna byggt á því sem hann viti best um innihaldið. Metur Marinó kostnaðinn á allt að 174 milljarða miðað við stöðu lána 1. janúar sl.
Marinó bendir á að einhver hluti kostnaðarins falli undir gengislánadóma Hæstaréttar frá því í sumar, en eftir standi örugglega 125 - 135 milljarðar. Miðað verði við fasteignamat fyrir 2011 og það þýði að færsla niður í 110% sé að umfangi upp á 125 milljarða kr. Ekki 89 milljarða eins og fram hefur komið í fréttum.
Sértæka skuldaaðlögunin mun samkvæmt upplýsingum Marinós frá vinnu sérfræðingahópsins kosta um 33 milljarða kr. Vaxtabætur og vaxtabótaauki muni vera upp á 16 milljarða kr. á næstu tveimur árum.