Vilja skipa umbótanefnd

Borgarfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar.
Borgarfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert

Borg­ar­full­trú­ar Besta flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar lögðu til á fundi borg­ar­ráðs í gær, að stofnuð verði um­bóta­nefnd þriggja óháðra sér­fræðinga, sem hafi það verk­efni að yf­ir­fara stjórn­kerfi og stjórn­sýslu Reykja­vík­ur­borg­ar í ljósi skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is.

Sam­kvæmt til­lög­unni, sem var frestað, á nefnd­in að draga fram lær­dóma og leggja fram til­lög­ur að þeim breyt­ing­um á regl­um, vinnu­brögðum og skipu­lagi sem hún tel­ur þörf á.

Nefnd­in á m.a. að leggja mat á fjár­hags­leg áhrif af hrun­inu fyr­ir fjár­hag borg­ar­sjóðs og fyr­ir­tæki borg­ar­inn­ar. Þá á hún að fjalla sér­stak­lega um þau svið í stjórn­sýslu Reykja­vík­ur­borg­ar, sem varða veru­lega fjár­hags­lega hags­muni og hætta get­ur verið á hags­muna­árekstr­um, s.s. lóðaút­hlut­an­ir, lóðaskil, styrk­veit­ing­ar, þjón­ustu- og verk­samn­inga, inn­kaup og eigna­sölu.

Um­bóta­nefnd­in á að gera ráðstaf­an­ir til að hlutaðeig­andi yf­ir­völd fjalli um mál ef grun­ur vakn­ar við út­tekt nefnd­ar­inn­ar um refsi­verða hátt­semi eða brot á starfs­skyld­um og gera jafn­framt grein fyr­ir þeim mál­um í skýrslu til borg­ar­stjórn­ar.  

Sam­kvæmt til­lög­unni á loka­skýrsla nefnd­ar­inn­ar að liggja fyr­ir ekki síðar en 15. sept­em­ber á næsta ári.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert