5% þjóðarinnar heimsforeldrar

Jón Gnarr borgarstjóri og Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri Unicef á …
Jón Gnarr borgarstjóri og Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Alls söfnuðust 173 milljónir króna í söfnunarátaki Barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna í gær, Degi rauða nefsins. Um 2000 manns bættust í hóp heimsforeldra, sem styrkja Barnahjálpina með mánaðarlegum greiðslum. Samkvæmt UNICEF eru nú um 5% þjóðarinnar heimsforeldrar.

Stærstur hluti þeirrar upphæðar sem safnaðist er áheit framlaga heimsforeldra til næstu fjögurra ára, en einnig áætluð innkoma af sölu rauðra nefja, símaleik í útsendingu, stuðning fyrirtækja og eingreiðslum sem er alls 16,9 milljónir.

„Takmark okkar hjá UNICEF var að safna heimsforeldrum sem styðja reglulega við verkefni UNICEF. Það tókst svo um munar og erum við mjög þakklát fyrir það. Landsmenn tóku þessu átaki opnum örmum og árangurinn skiptir miklu máli fyrir börn víða um heim sem búa við afar erfiðar aðstæður,“ sagði Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. 

Heimsforeldrar hér á landi eru nú orðnir um 16.500, segir í tilkynningu frá Barnahjálpinni. Á hverju styrkja þeir málefnið um 250 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert