Ekið á 134 kindur frá því í maí

mbl.is/Árni Torfason

Ekið hefur verið á 134 kindur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum frá því í maí á þessu ári. Samkvæmt talningu lögreglunnar var mest um að ekið væri á búfé í júní eða 41 ær og/eða lamb en næst mest í júlí þegar ákeyrslurnar voru 34.

Þá voru þær 12 í maí, 21 í ágúst, 16 í september, 7 í október og 3 í nóvember.

Þrátt fyrir aðvaranir lögreglu ár hvert til ökumanna að gæta varúðar á þjóðvegum eru ákeyrslur á sauðfé algengar í umdæminu yfir sumartímann og eru sérstaklega varasamar á haustin þegar skammdegið skellur á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert