Fylgdu ekki eigin stefnu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde, þáverandi formenn Samfylkingarinnar …
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde, þáverandi formenn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins Ómar Óskarsson

Samfylkingin fylgdi ekki eigin stefnu um fagmennsku og ábyrgð þegar upplýsingar um alvarlega stöðu fjármálakerfisins tóku að koma fram snemma árs 2008. Ekki var nýst við öflugust sérfræðinga eða upplýsingum deilt með þeim hætti að hægt væri að draga af þeim réttar ályktanir.

Þetta kemur fram í skýrslu umbótanefndar Samfylkinngarinnar, sem nú er til umræðu á flokkstjórnarfundi flokksins á Hótel Loftleiðum

Í skýrslunni segir að Samfylkingin hafi „[beygt] sig undir þær venjur sem skapast höfðu á langri valdatíð Sjálfstæðisflokksins, og [leyft] honum að halda þeirri forystu sem hann hafði haft í samstarfi við Framsóknarflokkinn.“ Samfylkingarráðherrar hafi því ekki haft tök á því að móta eigin sýn á stöðu mála.

Nefndin leggur það til að stefnumótun áranna í aðdraganda upphafs stjórnarsamstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn verði tekin til nánari skoðunar. Sú sýn sem hafi verið ríkjandi „hafi veikt flokkinn gagnvart nýfrjálshyggjunni sem réði ferðinni innan Sjálfstæðisflokksins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert