Heitir öðrum viðbrögðum en hjá Sjálfstæðisflokki

Fjölmennt var á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag þar sem starf …
Fjölmennt var á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag þar sem starf umbótanefndar flokksins var rætt mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, hét því á fundi flokksstjórnar Samfylkingarinnar að flokkurinn muni ekki beita sömu vinnubrögðum og Sjálfstæðisflokkurinn viðhafði í sínu umbótastarfi sem unnið var í kjölfar hrunsins. Þar hafi fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins farið upp í ræðupúlt og rifið  skýrsluna niður. Slíkt muni ekki henda Samfylkinguna.

Hún fjallaði um þær breytingar sem unnið er að innan stjórnsýslunnar hvað varðar breytingar á starfsemi Stjórnarráðs Íslands. Meðal annars varðandi ráðningar ráðuneytisstjóra þar sem sérstakar hæfisnefndir meta umsækjendur. Slíkt vinnulag verði væntanlega leitt í lög á yfirstandandi þingi.

Hádegismóri og útsendrar hans á Evrópuvaktinni og AMX

„Þessar breytingar hafa reyndar fallið ótrúlega illa í kramið hjá sumum eins og við erum rækilega minnt á nær daglega með sendingum frá hádegismóra og útsendurum hans á Evrópuvaktinni og AMX," sagði Jóhanna í ræðu sinni á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag þar sem rætt var um nýja umbótaskýrslu flokksins. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert