Jóhanna hótaði afsögn

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Kristinn

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði nokkr­um þing­mönn­um Vinstri grænna í júlí í fyrra að hún væri að missa þol­in­mæðina og að hún myndi segja af sér inn­an fárra daga ef þeir styddu ekki sam­komu­lag sem náðst hafði í Ices­a­ve-mál­inu.

Þetta kem­ur fram í sendi­ráðsskýrslu frá banda­ríska sendi­ráðinu í Reykja­vík, sem Frétta­blaðið birt­ir úr í dag. Í skýrsl­unni er vísað til orða, sem Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, hafi látið falla í sam­tali við breska sendi­herr­ann á Íslandi. 

Er Össur sagður hafa talið að þess­ir úr­slita­kost­ir Jó­hönnu til VG ásamt viðauk­um við samn­ing­inn myndu duga til að bæta við at­kvæðum til að ná naum­um meiri­hluta fyr­ir sam­komu­lag­inu á Alþingi.

Í ann­arri skýrslu, sem blaðið vitn­ar til og fjall­ar um fund Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, fjár­málaráðherra, með Neils Klop­fen­stein, sendi­ráðunauti,  kem­ur fram að banda­rísku sendi­ráðsstarfs­menn­irn­ir hafi ef­ast um túlk­un Stein­gríms á fram­gangi viðræðna um Ices­a­ve. Breski sendi­herr­ann hafi dregið upp mun dekkri mynd af þeim í viðræðum. Hann segði meðal ann­ars að þeir hefðu uppi barna­leg­ar áætlan­ir um end­ur­greiðslu Ices­a­ve.

Frétta­blaðið vitn­ar í dag í sendi­ráðsskýrsl­ur, sem lekið var til vefjar­ins Wiki­Leaks en hafa ekki verið birt­ar á vefn­um enn. Er þar meðal ann­ars fjallað um þá skoðun Carol van Voorst, þáver­andi sendi­herra, haustið 2008, að ís­lensk stjórn­völd hefðu ekki látið reyna að fullu á hvort Banda­rík­in gætu hlaupið und­ir bagga. Til­efnið voru frétt­ir um hugs­an­lega lán­veit­ingu til Íslend­inga frá Rúss­um.

Þá er fjallað um sýn sendi­ráðsmanna á viðbrögð Íslend­inga við því þegar banda­ríska varn­ar­liðið hvarf héðan árið 2006. Seg­ir Van Voorst m.a. að ís­lensk­ir ráðamenn hafi verið mjög reiðir vegna þess­ar­ar ákvörðunar, einkum stjórn­mála­menn á hægri væng Sjálf­stæðis­flokks­ins. Er Björn Bjarna­son nefnd­ur. Það fari í taug­arn­ar á þeim hve Geir H. Haar­de, sem þá var ný­tek­inn við sem formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins af Davíð Odds­syni, var með mik­inn sáttatón gagn­vart Banda­ríkj­un­um eft­ir að til­kynnt var um brott­hvarf hers­ins.    

Þá er m.a. vitnað í sendi­ráðspóst þar sem kem­ur meðal ann­ars fram,  Davíð Odds­son hafi á fundi með full­trú­um banda­ríska fjár­málaráðuneyt­is­ins á síðasta ári líkt aðgerðum Gor­dons Browns, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra Breta, gegn Íslandi við her­för Mus­sol­in­is gegn Eþíóp­íu árið 1935. Þar hafi stórt ríki níðst á litlu varn­ar­lausu ríki. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert