Segja þetta miklar umbúðir um rýrt innihald

Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Arnar Sigurmundsson undirrita viljayfirlýsingu …
Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Arnar Sigurmundsson undirrita viljayfirlýsingu sem fengið hefur blendin viðbrögð. mbl.is/Kristinn

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra þurftu að játa sig sigruð í átökum sínum við forsvarsmenn lífeyrissjóðanna í gær, þegar gengið var frá því hvernig viljayfirlýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna yrði orðuð.

Ljóst er af þeim aðgerðum sem kynntar voru í gær, að langstærstur hluti aukins kostnaðar mun falla á fjármálastofnanir og Íbúðalánasjóð, en einungis lítill hluti á lífeyrissjóðina.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins liggur það fyrir að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna eru aðilar að því samkomulagi sem greint var frá á blaðamannafundi laust fyrir hádegi í gær, á sínum eigin lögfræðilegu forsendum, þ.e. að talsmenn lífeyrissjóðanna sögðu að sér væri hvorki siðferðilega né lagalega stætt á því að taka ákvörðun um að gefa ákveðnum sjóðfélögum ákveðnar upphæðir í afskriftir á kostnað annarra sjóðfélaga. „Okkur þykja þetta miklar umbúðir um heldur rýrt innihald,“ sagði talsmaður lífeyrissjóðs í gær.

Niðurstaðan varð sú, sem lífeyrissjóðirnir höfðu, samkvæmt heimildum, allan tímann reynt að telja ríkisstjórnina á: þeir munu taka á sig aukinn kostnað á bilinu 10-15 milljarða króna, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert