Niðurskurður framlaga til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni hefur verið endurskoðaður en skoðanir eru skiptar um hvort nóg sé að gert.
Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi segist geta ágætlega við unað, þar sem niðurskurðarkrafan hafi farið úr 11% í 4,9%.
Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag kemur hins vegar fram, að Sauðkrækingar og Húsvíkingar þurfi að skera niður um 12% á næsta ári og 13% 2012. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga segir að stofnunin ráði við næsta ár, en áframhaldandi niðurskurður 2012 sé alvarlegra mál. Þá eru forstöðumenn ekki sammála forsendum ráðuneytisins.