Opnum prófkjörum verði hætt

Umbótanefnd Samfylkingarinnar leggur til að opnum prófkjörum verði hætt
Umbótanefnd Samfylkingarinnar leggur til að opnum prófkjörum verði hætt Kristinn Ingvarsson

Samfylkingin gætti ekki nægilega að því að haga vali á framboðslista þannig að ekki skapaðist hætta á að frambjóðendur ynnu gegn hagsmunum flokksins og hver gegn öðrum. Umbótanefnd flokksins leggur það meðal annars til að einungis skráðir flokksmenn geti tekið þátt í prófkjörum flokksins.

Þetta kemur fram í skýrslu umbótanefndarinnar, sem nú er til umræðu á flokkstjórnarfundi flokksins á Hótel Loftleiðum.

„Einstaklingur sem sækir stuðning til starfa á vegum flokksins út fyrir hann getur átt erfitt með að vera trúverðugur fulltrúi flokksmanna sem sjá hann þá miklu frekar sem fulltrúa stuðningsmanna sinna,“ segir í skýrslunni.

Sá sem sæki stuðning sinn til hópa utan flokksins geti sjálfur haft tilhneigingu til að líta svo á að ábyrgð sín sé fyrst og fremst gagnvart þeim, en ekki flokknum sjálfum.

Í skýrslunni er jafnframt bornar fram efasemdir um persónukjör. Þó mikill stuðningur sé við slíkt fyrirkomulag nú, geti það stuðlað að óeiningu með sama hætti og opin prófkjör.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert