Sér ekki sparnað í tillögum SÍ

Ekki kemur annað til greina en að langveik börn njóti áfram heimaþjónustu. Þetta segir Guðbjartur Hannesson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra.

Sjúkratryggingar Íslands, SÍ, leggja til að samningi við Heilsueflingarmiðstöðina, sem veitir heimaþjónustu fyrir langveik börn, verði sagt upp um áramótin í sparnaðarskyni. Þjónustan verði þess í stað veitt af Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Heimaþjónusta við langveik börn er ekki lögbundin, því hægt er að sinna þeim á sjúkrastofnunum. Í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Guðbjartur það engu máli skipta í þessu samhengi. „Markmiðið er að veita þjónustu heima og leyfa fólki að búa í sínu eðlilega umhverfi.“ Hann segir að hafa beri í huga að heimahjúkrun sé miklu ódýrari kostur en sjúkrahúsvist. „Ég sé enga hagræðingu í þessum tillögum.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert