Undrast frammistöðu Steingríms

Bandaríska sendiráðið
Bandaríska sendiráðið Sverrir Vilhelmsson

Neil Klopfenstein, sendiráðunautur bandaríska sendiráðinu, sagði menn hafa undrast það að Steingrímur J. Sigfússon skuli hafa verið „að sanna sig sem alvarlegur og ábyrgur fjármálaráðherra.“ Þetta kemur fram í í skýrslum bandaríska sendiráðsins í Reykjavík til utanríkisráðuneytisins í Washington.

Skjölin eru á meðal þeirra sem lekið var til vefsíðunnar WikiLeaks, segir í Fréttablaðinu í dag sem hefur hluta gagnanna undir höndum.

Skýrsla Klopfensteins er dagsett 4. júní 2009, degi eftir að hann átti fund með Steingrími.

Klopfenstein segir Steingrím hafa tekið þá afstöðu, þó hann hafi líkast til glaður viljað sleppa því, að skella ekki skuldinni vegna efnahagsástandsins á kapítalismann. Hann hafi jafnframt viðurkennt mikilvægi aðstoðar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, þvert á mörg flokkssystkin sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert