Mótmæla útsvarshækkun á Seltjarnarnesi

Bæjarstjórn Seltjarnarness:Bæjarstjórn 2010 - 2014 Á myndinni eru frá vinstri: …
Bæjarstjórn Seltjarnarness:Bæjarstjórn 2010 - 2014 Á myndinni eru frá vinstri: Árni Einarsson (N), Margrét Lind Ólafsdóttir (S), Lárus B. Lárusson (D), Ásgerður Halldórsdóttir (D), Guðmundur Magnússon (D), Sigrún Edda Jónsdóttir (D) og Bjarni Torfi Álfþórsson (D). Af vef Seltjarnarness

Bald­ur, fé­lag ungra sjálf­stæðismanna á Seltjarn­ar­nesi, mót­mæl­ir harðlega fyr­ir­huguðum út­svars­hækk­un­um bæj­ar­stjórn­ar Seltjarn­ar­nes og tel­ur þær með öllu órétt­læt­an­leg­ar, sér­stak­lega á tím­um sem þess­um þar sem rík­is­stjórn vinstrimanna herj­ar á fjár­hag fjöl­skyldna í land­inu, seg­ir orðrétt í frétta­til­kynn­ingu frá Baldri en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fer með meiri­hlut­ann í bæj­ar­stjórn Seltjarn­ar­ness.

Ógnar stöðu fyr­ir­mynd­ir bæj­ar­fé­lags

„Fyr­ir­hugaðar aðgerðir bæj­ar­stjórn­ar ógna sér­stöðu Seltjarn­ar­nes­bæj­ar sem fyr­ir­mynd­ar bæj­ar­fé­lags og eru ekki í takt við þau kosn­ing­ar­loforð sem gef­in voru fyrr á þessu ári. Kjós­end­ur flokks­ins hljóta að krefjast svara frá bæj­ar­yf­ir­völd­um um hvað hafi farið úr­skeiðis í fjár­mál­um bæj­ar­ins og hvers vegna þessi leið sé far­in.

Bald­ur tel­ur að þeir full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins í bæj­ar­stjórn sem séu fylgj­andi fyr­ir­huguðum skatta­hækk­un­um séu að bregðast grund­vall­ar­hug­sjón­um Sjálf­stæðis­flokks­ins um hóf­lega skatt­lagn­ingu og frelsi ein­stak­lings­ins.

Bæj­ar­bú­ar hafa marg­ir orðið fyr­ir mik­illi tekju­skerðingu und­an­farið og ættu bæj­ar­yf­ir­völd að leit­ast við að draga úr út­gjöld­um til að létta fjár­hags­lega byrði þeirra, en ekki leita í hug­mynda­smiðju sósí­al­ista sem aðeins vilja hækka skatta, slá fleiri lán og auka út­gjöld.

Útgjöld bæj­ar­ins hafa hækkað að meðaltali um 14 pró­sent á ári sein­ustu níu árin í tíð Sjálf­stæðis­flokks­ins og er kom­inn tími til að hverfa af þeirri braut. Mik­il­vægt er að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn á Seltjarn­ar­nesi læri af mis­tök­um fyrri ára og skeri niður út­gjöld í stað þess að skatt­pína bæj­ar­búa eins og vinstrimanna er siður," seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Baldri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert