Rýma þurfti unglingasamkvæmi

Um miðnættið var lögregla kölluð til að húsi í Salahverfi í Kópavogi en þar hafði ungmenni misst stjórn á samkvæmi.  Lögregla rýmdi húsnæði en mikill fjöldi manns var í því og stór hluti þess var óvelkominn.
 
Laust eftir klukkan tvö í nótt var tilkynnt um mann sem var að ógna fólki með hnífi í Hafnarfirði.  Lögregla handtók manninn og hann bíður nú yfirheyrslu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert