Andvirði jólakorta til bágstaddra

Fjármálaráðherra og forsætisráðherra.
Fjármálaráðherra og forsætisráðherra. mbl.is/Ernir

Að tillögu forsætisráðherra samþykkti ríkisstjórnin á síðasta fundi sínum að ekki yrðu send jólakort innanlands í nafni einstakra ráðuneyta en að andvirðinu yrði varið til félagasamtaka sem aðstoða þá sem höllum fæti standa. Af þessu tilefni samþykkti ríkisstjórnin að veita samtals sex milljónum króna til níu samtaka sem starfa hér á landi.

Um er ræða Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar, Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hjálparstarf kirkjunnar, Samhjálp, félagasamtök, Hjálpræðisherinn á Íslandi, Rauða kross Íslands og Fjölskylduhjálp Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert