Fækkun heimilislækna grafalvarlegt vandamál

Á annað hundrað lækna hefur flust af landi brott í …
Á annað hundrað lækna hefur flust af landi brott í kjölfar efnahagshrunsins. mbl.is/Golli

Ragnar Victor Gunnarsson, yfirlæknir við Heilbrigðisstofnun Suðurlands og stjórnarmeðlimur í Læknafélagi Íslands, ritar grein í nýjasta hefti Læknablaðsins, þar sem hann lýsir yfir miklum áhyggjum af læknaskorti.

Nefnir hann að ljóst sé að einhverjum fjölda lækna verði sagt upp á landsvísu og á annað hundrað lækna hafi þegar flust af landi brott í kjölfar efnahagshrunsins. Þá skili ungir sérfræðingar sér ekki aftur til landsins að loknu námi erlendis og í áætlunum stjórnvalda sé ekki gert ráð fyrir að styrkja síminnkandi stétt heimilislækna með beinum hætti.

Viðvarandi fækkun heimilislækna geti orðið grafalvarlegt mál og því sé þörf á að fjölga námslæknum í heimilislækningum, en slíkt skili sér þó ekki nærri strax inn í þjónustuna.

Ragnar Victor Gunnarsson.
Ragnar Victor Gunnarsson.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert