Útlit er fyrir að einhverjar tegundir af jólabjór muni fljótlega seljast upp, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR.
Hún hafði ekki nákvæmar tölur á hraðbergi þegar Morgunblaðið ræddi við hana í gær, en sagði að sumar tegundir væru við það að klárast.
„Við pöntum inn eins mikið af jólabjór og við getum, en framleiðslan er ekki í öllum tilvikum nægilega mikil,“ segir hún. Í fyrra seldist jólabjór fyrr en reiknað var með.