Hefja framleiðslu í vor

Þrívíddarmynd af verksmiðju Carbon Recycling (til vinstri) sem framleiða mun …
Þrívíddarmynd af verksmiðju Carbon Recycling (til vinstri) sem framleiða mun vistvænt eldsneyti fyrir bíla úr koltvísýringsútblæstri, rafmagni og vatni frá orkuveri HS Orku í Svartsengi. Verksmiðjan verður opnuð vorið 2011. Gufa frá orkuverinu sést í bakgrunni. Arkís/CRI

Íslenska há­tæknifyr­ir­tækið Car­bon Recycl­ing In­ternati­onal hafa und­ir­ritað sam­komu­lag við Íslenska aðal­verk­taka um bygg­ingu eldsneytis­verk­smiðju við Svartsengi. Verk­smiðjan mun fram­leiða vist­vænt eldsneyti úr kolt­ví­sýr­ingsút­blæstri fyr­ir al­menn­an markað, og verður sú fyrsta sinn­ar teg­und­ar í heim­in­um.

Verk­smiðjan not­ar raf­orku og kolt­ví­sýr­ing úr gufu frá jarðvarma­ver­inu til að fram­leiða vist­vænt eldsneyti fyr­ir bíla. Þessi fram­leiðslu­tækni var þróuð af CRI og er vernduð með einka­leyfi.

Áætlað er fram­leiðsla hefj­ist næsta vor.

Fram­leiðlus­geta verk­smiðjunn­ar verður 5 millj­ón­ir lítra af end­ur­nýj­an­legu met­anóli á ári þegar full­um af­köst­um hef­ur verið náð. End­ur­nýj­an­legu met­anóli er hægt að blanda í bens­ín eða líf­dísil án þess að breyta þurfi bíl­vél­um eða dreif­ingu eldsneyt­is­ins. Ætl­un­in er að setja eldsneytið fyrst á inn­lend­an markað.

„Ég hlakka til að vinna með IAV að þessu verk­efni.  IAV legg­ur fram mikla færni, þekk­ingu og áhuga á þessu verk­efni ásamt reynslu og áherslu á verk­gæði. Verk­smiðjan er stórt skref fram á við. Hún mun auka loft­gæði við Grinda­vík og fjöl­breytni verk­efna á svæðinu og fram­leiðslu inn­an­lands,“ sagði  KC Tran, for­stjóri Car­bon Recycl­ing In­ternati­onal.

CRI er í eigu inn­lendra og er­lendra fjár­festa, og hef­ur starfað frá ár­inu 2006.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert