Kennarar ekki með í samfloti

Frá kröfugöngu grunnskólakennara.
Frá kröfugöngu grunnskólakennara. mbl.is/Júlíus

Kenn­ara­sam­band Íslands, KÍ, hef­ur ákveðið að taka ekki þátt í heild­ar­sam­floti um gerð kjara­samn­inga. Slíkt sam­flot hafi verið reynt á síðasta samn­inga­tíma­bili og reynst fé­lög­um í KÍ afar illa.

Þetta var áyktað á sam­eig­in­leg­um fundi stjórna og samn­inga­nefnda fé­laga inn­an KÍ. Seg­ir enn­frem­ur að sam­bandið sé til­búið til sam­vinnu um af­markaða þætti sem miði að því að finna þær for­send­ur sem kjara­samn­ing­ar gætu byggst á. For­senda fyr­ir þátt­töku KÍ í þeirri vinnu sé hins veg­ar sú að vinn­an verði unn­in á ábyrgð rík­is­sátta­semj­ara og und­ir verk­stjórn hans.

„Miðað við nú­ver­andi aðstæður tel­ur Kenn­ara­sam­band Íslands eng­ar for­send­ur fyr­ir því að gera kjara­samn­inga til lengri tíma en eins árs. Þessi skoðun er byggð á þeirri miklu óvissu sem nú rík­ir varðandi ýmis atriði sem varða kjör fé­lags­manna KÍ. Næg­ir hér að nefna óvissu um fjár­lög næstu ára, óvissu um fjár­hags­áætlan­ir sveit­ar­fé­laga og ekki síst óvissu um þróun verðlags á næstu miss­er­um. Þá er starfs­ör­yggi margra í upp­námi vegna óvissu um framtíð skóla þar sem áform eru uppi um sam­ein­ingu og / eða niður­lagn­ingu þeirra," seg­ir í álykt­un kenn­ara.

Enn­frem­ur seg­ir að Kenn­ara­sam­band Íslands leggi áherslu á að sjálf­stæður samn­ings­rétt­ur fé­laga verði virt­ur í kom­andi kjaraviðræðum. „Nauðsyn­legt er að strax verði haf­ist handa við kjara­samn­inga­gerð þannig að gerð nýrra kjara­samn­inga verði lokið sem allra fyrst enda hafa flest fé­lög inn­an KÍ verið samn­ings­laus vel á annað ár,“ seg­ir í lok álykt­un­ar KÍ.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert