Kjósa að fara í þrot

LIlja Mósesdóttir.
LIlja Mósesdóttir. mbl.is/Kristinn

„Ég held að margir sem hafi yfirskuldsettar eignir meti stöðuna þannig að það sé best að fara í gjaldþrot“.

Þetta segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í Morgunblaðinu í dag, aðspurð hvort hún telji að fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda í málefnum skuldara muni að óbreyttu leiða til þess að margir muni gefast upp á skuldunum, í stað þess að reyna að standa undir afborgunum.

Lilja segir að erfitt sé að áætla hversu margir kunni að velja að fara í gjaldþrot með 2 ára fyrningartíma krafna, eins og nú stendur til að bjóða upp á. Hitt sé óhætt að benda á að í skýrslu sérfræðingahóps ríkisstjórnarinnar sé áætlað að 15.200 heimili séu yfirskuldsett, þ.e. skuldi meira en 110% af verðmæti eignar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert