Miklar annir í rauða hliðinu

Farþegar á heimleið sækja farangur sinn.
Farþegar á heimleið sækja farangur sinn.

Mikill fjöldi fólks á leið úr verslunarferðum til Bandaríkjanna hefur farið í gegnum tollhliðin á Keflavíkurflugvelli að undanförnu en 40-50 prósenta aukning hefur orðið á ferðum Íslendinga til Boston í haust. Mæðgur sem lentu í óvæntu eftirliti þurftu að borga yfir 100 þúsund krónur í skatta og sektir við heimkomuna.

Kári Gunnlaugsson yfirtollvörður segir ekki aukið eftirlit í tollhliðunum vegna vinsælda Ameríkuflugsins. „Það eru bara teknar stikkprufur eins og alltaf en það hefur aukist mikið að fólk framvísi varningi við heimkomu til að borga þau gjöld sem vera ber. Flestir standa skil á sínu og það hefur verið mikil traffík í rauða hliðinu.“

Hann segir að miðað sé við innkaupsverðið ytra og þar sem það sé töluvert lægra en hér heima sé hagnaður fólks eftir sem áður töluverður, jafnvel þótt það borgi virðisaukaskatt og tolla af varningnum. „Ef menn eru gripnir geta þeir lent í því að borga sekt til viðbótar við skattinn og það borgar sig ekki á endanum.“

„Við vorum ekki þær einu sem lentum í þessu, en aðallega voru teknar konur sem höfðu tvær töskur meðferðis. Þær sem voru með eina tösku fengu að labba í gegn,“ segir Sigríður Jóhannesdóttir, sem er ósátt við þá tollameðferð, sem dóttir hennar fékk þegar þær komu heim frá Boston á dögunum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert