Flestar tölvureiknaðar spár gera ráð fyrir því að í stórum dráttum haldist einkenni veðurkaflans, sem hófst 21. nóvember sl., næstu tvær vikur hið skemmsta.
Þetta kemur fram í bloggi Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings á mbl.is. Hann bendir á að fyrirstöðuhæð hafi ríkt í grennd við landið allt frá sunnudeginum 21. nóvember. Þá hafi líka orðið straumhvörf í meginhringrás loftsins við N-Atlantshaf, sem aftur hafi haft djúpstæð áhrif á veðrið í Evrópu.
Einar segir að gangi spár eftir verði að fara suður til Afríku til að finna svipað hitastig og hér á landi, en áfram verði kalt á meginlandi Evrópu.