Yfir 17 stiga frost í Árnesi

Ís á Þingvallavatni um vetur. Myndin er úr myndasafni.
Ís á Þingvallavatni um vetur. Myndin er úr myndasafni. mbl.is/Golli

Það er víða svalt í dag og fór frostið í 17,5 stig í Árnesi í dag og tæp 17 stig á Þingvöllum. Í Húsafelli er frostið 16,5 stig en í Reykjavík er átta stiga frost. Á Akureyri er sex stiga frost og það er einnig sex stiga frost á Egilsstöðum. Næsta sólarhringinn er spáð 1-14 stiga frosti á landinu, mildast vestast á landinu, en kaldast inn til landsins.

Spá Veðurstofu Íslands: Norðan eða norðvestan 3-8 m/s, en lítið eitt hvassara við austurströndina. Dálítil él um landið norðaustanvert. Skýjað norðvestantil og úrkomulítið, en léttskýjað að mestu sunnantil á landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert