Segir verið að auka álagningu

Eldsneytisverð hefur hækkað ört síðustu daga.
Eldsneytisverð hefur hækkað ört síðustu daga.

Tíðar breytingar hafa verið gerðar á bensínverði undanfarna daga, og hefur verðið hækkað ört. Verðið hefur þó ekki enn náð sömu hæðum og það gerði í maí, en þá fór sjálfsafgreiðsluverð 95 oktana bensíns í 212,80 krónur á lítrann.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir ekki hægt að skýra nýjustu hækkanirnar með verðsveiflum á heimsmarkaði. „Mér sýnist þróun á mörkuðum í dag ekki gefa vísbendingu um að einhver svona hækkun sé í kortunum,“ segir hann. „Eina skýringin á þessari hækkun er sú að menn telja sig þurfa að fá meiri álagningu.“

„Það hafa verið sveiflur upp og niður, en það er ekkert sem skýrir í sjálfu sér þessa miklu hækkun á milli daga,“ segir Runólfur. Hann bendir jafnframt á það að gengi krónunnar gagnvart bandaríkjadal, sem er viðskiptamyntin á olímörkuðum, hafi styrkst síðustu daga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert