Fjármálaráðherra Hollands, Jan Kees de Jager, segir í samtali við Bloomberg fréttastofuna, að samningur um Icesave sé á lokastigum. Þetta kom fram í máli de Jager í Brussel í dag en þar átti hann fund með starfsbræðum sínum innan Evrópusambandsins.
Samkvæmt heimildum mbl.is er ólíklegt að lokið verði við samning Íslands við Holland og Bretland í dag um Icesave skuldir Landsbanka Íslands.