Fjórða feitasta Evrópuþjóðin

Margir Bretar þjást af offitu.
Margir Bretar þjást af offitu.

Liðlega helmingur Evrópumanna er nú of feitur og fjórðungur Breta  þjáist bókstaflega af offitu. Hefur hlutfall offituhefur  rúmlega tvöfaldast á 20 árum í flestum löndunum, segir í frétt BBC. Vitnað er í nýja skýrslu, Health at a Glance Europe 2010. Íslendingar eru í fjórða sæti hvað varðar offitu.

 Bretar standa verst að vígi, þar í landi eru 24,5% íbúanna offitusjúklingar. Hlutfallið er næstverst á Írlandi, þar er það 23.0%, þá kemur Malta með 22,3% og í fjórða sæti er Ísland með 20,1%. Lúxemborgarar eru á hælunum á Íslendingum, þar eru 20.0% offitusjúklingar.  Í Finnlandi er hlutfallið 15,7%, í Danmörku 11,4%, í Svíþjóð 10,2% og í Noregi 10,0%. Minnstur er vandinn í Rúmeníu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert